Kaymer nær tökum á leik og lífi
Martin Kaymer sigraði Bubba Watson í bráðabana á Whistling Straits á PGA Championship risamótinu, 2010.
Með þessu varð hann 2. Þjóðverjinn á eftir Bernhard Langer til að sigra í risamóti.
Þetta var 1. sigur Kaymer á PGA Tour og 6. sigur hans á Evrópumótaröðinni.
Kaymer sigraði á KLM Open þetta ár; spilaði með vinningsliði Evrópu í Ryder bikarnum og sigraði síðan aftur á Dunhill Links Championship þetta árið.
Næsta vor var Kaymer nr. 1 á heimslistanum og …. var við það að falla í djúpan dal.
Kaymer sagði að hann hefði verið óviðbúinn fyrir lífið eftir sigurinn á risamótinu en 5 árum seinna er hann á miklu betri stað og hlakkar til að snúa aftur á Whistling Straits.
Jafnvel þó hann hafi unnið tvo aðra Evróputúrstitla 2011 datt hann í djúpan dal og margir efuðust hann um að hann yrði 2012 í Ryder Cup liðinu í Medinah …. en hann endaði það með því að setja niður sigurpúttið í því móti.
Kaymer sem sigraði síðan Players mótið og Opna bandaríska og lítur tilbaka yfir þennan tíma og skilur nú hversu lítið hann vissi.
„Ég hafði bara verið á túrnum í 2-3 ár og það eru aðrir hlutir sem þarf að fást við,“ sagði Kaymer þegar PGA túrinn sneri aftur til Whistling Straits nú í þessari viku. „Maður hugsar um að halda kortinu. Hvar á maður að æfa um veturinn? Augljóslega gat ég eki verið í Þýskalandi. Hef ég efni á þessu?“
„Svo allt í einu sigrar maður á risamóti, maður verður nr. 1 á heimslistanum. Það eru engar áhyggjur lengur. Maður getur æft hvar sem er; þeir vilja fá mann.“
„Þetta er allt svolítið skrítið; sérstaklega fyrir mig sem er þýskur; það var ekki eðlilegt að vera svona mikið í kastljósinu. Þegar maður elst upp í Bandaríkjunum …. þá er það þegar í sjónvarpinu þegar maður er 15, 16 ára. Maður kemst hægt og rólega í kastljósið þegar maður er einn af þeim bestu. Kannski er maður betur undirbúinn. Fyrir mig var þetta allt nýtt.“
Kaymer vitnaði til Tiger Woods sem var í sjónvarpi 3 ára og sagði að golf væri hvorki stór íþrótt í Þýskalandi né væri mikill skilningur fyrir henni í Þýskalandi.
„Allar væntingarnar sem bundnar eru við það,“ sagði hann um skyndilega frægð sína. „Ekki hér í Bandaríkjunum heldur í Þýskalandi. Þegar maður er með einhvern sem keyrir í Formúlu 1 (Sebastian Vettel) sem sigrar í 80% kappakstranna og svo er þýska landsliðið (í fótbolta) sem vinnur mikið og síðan ert það þú sem er nr. 1 á heimslistanum í golfinu og síðan af hverju vinnur þú ekki? Að vera meðal efstu 10 eru vonbrigði. Að komast ekki í gegnum niðurskurð … það er ekki hægt að lýsa þessu. Heimurinn er á hvolfi. Það er erfitt að fást við þetta þegar maður er 25 ára.“
Ekki nema von að leikur Kaymer riðlaði.
Þó hann hafi höndlað það vel 2011 að verða nr. 1 á heimslistanum og vera með ágætis ár, þá veiktist leikur hans 2012. Kaymer vildi gera breytingar á sveiflu sinni – hann gerði grein fyrir þessu í smáatriðum eftir góðan árangur á sl. ári- og vonaði að ná tökum á dragi og bæta því við náttúrlegt feid sitt.
Kaymer keppti lítið – hann rétt komst í Ryder bikar og vann Steve Stricker m.a. á sunnudeginum í tvímenningnum. Hann vann seinna um árið á Nedbank Challenge, en árið 2013 tókst honum ekki að sigra og hann hélt áfram að falla niður heimslistann. Áður en hann vann á Players Championship á síðasta ári, hafði hann fallið niður í 63. sætið á heimslistanum.
Players sigurinn og síðan Opna bandaríska sigurinn kom honum meðal elítunnar í golfinu og nú lítur allt betur út fyrir hann. Aðspurður hvað hann hefði gert öðruvísi þá hikaði Kaymer ekki.
„Ég myndi hafa sagt meira skoðun mína,“ sagði Kaymer. „Þarna var mér sagt meira hvað ég ætti að segja, hvað ég ætti að gera. Maður ætti að fara í þennan sjónvarpsþátt eða maður ætti að gera þetta eða hitt og ég hugsaði „Hvað er „pointið“? Hvað er ég að gera hér? Ég veit ekki hvað ég á að tala um; og mér líkaði ekki þessi sjónvarpspersóna. Ég vil ekki tala meira um þetta.“
„En það er bara hlutur þess. Þá spyr maður sig bara: „Viltu vera hluti af þessum sirkus? Maður gerir hitt, maður gerir þetta, en maður veit ekki einu sinni hvers vegna maður situr þarna.“
„En nú myndi ég segja: Ég vil gera þetta, þetta og þetta. Getur þú hjálpað mér? Þá er maður aktívari persóna og það var ekki málið þarna. Þess vegna er nokkuð erfitt að höndla þetta.“
Margt hefir breyst frá því að Kaymer vann á PGA fyrir 5 mánuðum, en hann á góðar minningar um golfvöllinn og hlakkar til annara tækifæris á honum. Hann fór á völlinn í júní og lék hann með kylfubera sínum Craig Connelly.
Og sama hvað gerist í þessari vikur þá er ansi ljóst að Kaymer mun ljúka við mótið meira í stjórn —- á leik sínum og lífi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
