Kaymer missir spilarétt á PGA
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer missti spilarétt sinn á PGA Tour þegar hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Wyndham Championship.
Kaymer, sem orðinn er 34 ára er tvöfaldur risamótsmeistari.
Það myndi enginn hafa spáð þessu fyrir 5 árum þegar Kaymer vann 2 risatitil sinn á Opna bandaríska á Pinehurst. Þá átti hann 8 högg á þá Rickie Fowler and Erik Compton. Sigurinn var endurkoma hans eftir svipaða lægð og hann er í nú.
Á Wyndham nú, 5 árum síðar, spilaði hann á 5 yfir pari, 75 höggum og var samtals á 1 yfir pari, sem var 5 höggum frá því að komast gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við 4 undir pari eða betra.
Með þessari frammistöðu kemst hann ekki í FedEx Cup umspilið og nær ekki þeim 15 mótum sem krafist er að kylfingar spili í til þess að halda spilarétti sínum á PGA Tour.
5 ára frír spilaréttur á PGA Tour, sem er hluti af sigurlaunum fyrir að sigra á risamóti, er liðinn og þar sem hann nær aðeins að spila í 14 mótum á þessu keppnistímabili nær hann ekki einu sinni takmörkuðum spilarétti jafnvel þó hann verði meðal efstu 150.
Og þar sem hann hefir ekki sigraði sl. 5 ár hefir hann misst allar undanþágur sínar á túrnum og er ekki lengur fullgildur meðlimur á PGA Tour.
Kaymer var nr. 97 á heimslistanum í þessari viku og ólíklegt þykir að hann hljóti takmarkaðan spilarétt á túrnum jafnvel þó hann verði meðal 150 bestu á heimslistanum.
Kaymer sigraði í fyrsta risamóti sínu, PGA Championship, með dramatískum hætti þannig að lengi verður í minnum haft. Það var á Whistling Straits árið 2011, þegar Dustin Johnson, sem var í forystu fékk 2 högga víti á 18. holu fyrir að snerta sand í bönker. Kaymer sigraði svo sem frægt er eftir bráðabana við Bubba Watson.
Hann spilaði síðan ótrúlega vel í Rydernum og eins og áður segir sigraði á Opna bandaríska á Pinehurst 2014.
En síðan þá hefir Kaymer undirgengist sveiflubreytingar, sem hafa leitt til þess að hann fer úr því að vera einn af heimsins bestu kylfingum í mann sem missir spilarétt sinn á PGA Tour.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
