Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2015 | 11:00

Kaymer: „Æfingaleysi leiddi til vinningslauss keppnistímabils“

Tvöfaldi risamótsmeistarinn Martin Kaymer viðurkenndi í viðtali fyrr í dag að sigurleysi hans á þessu ári, 2015 væri afleiðing æfingaleysis.

Kaymer sigraði á Opna bandaríska og Players Championship á stjörnukeppnistímabili sínu 2014 og aðstoðaði Ryder bikars liðiEvrópu við sigrað 3. skiptið í röð.

En Kaymer tíar upp á BMW Masters í Shanghaí á morgun og er enn sigurlaus í ár; en 3. sætið í Abu Dhabi í janúar og tap í bráðabana fyrir Rikard Karlberg á Ítalíu í september er það næsta sem hann hefir komist sigri í ár.

Aðspurður um slakt gengi hans svaraði hann bara af hreinskilni: „Ég hef æft minna,“ …. og það hefir haft þær afleiðingar að Þjóðverjinn er nú í 26. sæti.

Þetta keppnistímabil hefir ekkert verið frábært vegna þess að ég hef ekki sigrað á móti.“

Ég hef átt nokkra topp-10, en í lok dags spilum við allir upp á sigur,“ sagði Kaymer á blaðamannafundi á Lake Malaren.

Hann sagði líka að líklega hefði hann haldið upp á sigurinn of mikið en hann væri fókusaður á að bæta úr og eiga hugsanlega risastórt ár 2016, en á næsta ári verður golf aftur hluti Olympíuleikanna og Ryder bikarsins.

Allt stefnir að þessum stóru viðburðum á næsta ári,“ sagði Kaymer.

Síðasta ár var mjög sérstakt ár fyrir mig og það er mjög mikilvægt ef maður vinnur stórt að maður njóti sigranna þannig að þeir hafi einhverja þýðingu fyrir mann.“

„Að nokkru leyti er þetta rétt að öðru leyti rangt. Fyrir mig er besta leiðin til að njóta sigranna og mótívera mig þannig fyrir ný markmið.“

Hann hefir nokkur tækifæri enn þetta árið að sigra en það er ljóst að hann myndi vilja sjá árangur áður en mótaröðin fer í frí.

Ég á enn tvö mót eftir á þessu ári, sem telja á Race to Dubai og svo tvö sem ég spila í eftir það.“ (the Nedbank Championship í Suður-Afríku og  the Thailand Golf Championship), þannig að vonandi vinn ég aftur.

Venjulega á ég ekki sigurlaust keppnistímabil og ég vil ekki að það verði svo á þessu ári.

Kaymer er sem stendur í 20. sæti í the Race to Dubai og gæti komist á topp-15, sem gerði það líklegra fyrir hann að krækja sér í  $7.5 milljóna bónuspottnum, ef hann nær að sigra á BMW Masters í þessari viku.

Nú, bónusinn er ágætur, en það eru bara peningar,“ sagði  Kaymer.

Vitið þið, í lok dags, er markmið mitt að ljúka keppni eins ofarlega og mögulegt er.  Að enda einhvers staðar á topp-10 á Race to Dubai, væri gott.“