Karlalið GKG varð í 13. sæti á EM golfklúbba í Portúgal
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók þátt á Evrópumóti golfklúbba í karlaflokki sem fram fór á Troi vellinum í Portúgal dagana 20.-22. október. Lið GKG var þannig skipað: Gunnlaugur Árni Sveinsson, Kristófer Orri Þórðarson og Hjalti Hlíðberg Jónasson. Andrés Jón Davíðsson var liðsstjóri.
Franski golfklúbburinn Golf de Cannes-Mougins stóð uppi sem sigurvegari og er Evrópumeistari golfklúbba í karlaflokki 2022. Alls tóku 21 klúbbur þátt. GKG tryggði sér keppnisrétt með því að sigra á Íslandsmóti golfklúbba 2022 í karlaflokki.
Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leikinn var höggleikur. Þrír leikmenn voru í hverju liði og töldu tvö bestu skorin í hverri umferð. Alls voru leiknir 3 hringir eða 54 holur.
GKG endaði í 13. sæti af alls 22 klúbbum sem tóku þátt. GKG lék samtals á +29 höggum yfir pari.
Gunnlaugur Árni Sveinsson endaði í 15. sæti á +11 samtals, Kristófer Orri Þórðarson endaði í 40. sæti á +22 samtals og Hjalti Hlíðberg Jónasson endaði í 49. sæti á +26 samtals.
Þetta er í fyrsta sinn sem franski golfklúbburinn sigrar á EM. Frakkland er í fremstu röð á þessu sviði á þessu ári því í kvennaflokki er franski golfklúbburinn RCF La Boulie Evrópumeistari golfklúbba 2022.
Golf de Cannes-Mougins lék samtals á einu höggi undir pari vallar og var tveimur höggum betri en danski golfklúbburinn Smørum Golfklubb á +1 samtals. Í þriðja sæti endaði Murhof Golf Club frá Austurríki á +13 samtals.
Frakkinn Tom Vaillant lék best allra í mótinu en hann lék hringina þrjá á -2 samtals (74-70-70).
Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR:
Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR:
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
