Strákarnir okkar byrja vel – Haraldur Franklín í 2. sæti og Axel T-3
Karlalandsliðið hóf keppni í dag á Postolowo golfvellinum í Póllandi. Mótið fer fram 8.-11. júlí.
Postolowo völlurinn er næst lengsti völlur Evrópu, alls 7101 metri.
Í mótinu keppa tíu þjóðir, en þrjár efstu komast í 1. deildar keppnina á næsta ári.
Leiknar eru 36 holur í höggleik og munu fjórar efstu þjóðirnar leika holukeppni, þjóð gegn þjóð, tvær umferðir á hverjum degi, fjórir fjórmenningar fyrir hádegi og fimm tvímenningar eftir hádegi.
Karlalandslið Íslands er svo skipað:
Andri Þór Björnsson (GR), Axel Bóasson (GK), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Kristján Þór Einarsson (GM), Rúnar Arnórsson (GK). Þjálfari: Birgir Leifur Hafþórsson. Liðsstjóri/sjúkraþjálfari: Gauti Grétarsson.
Best af íslenska karlalandsliðinu stóð sig Haraldur Franklín Magnús, GR á 1. degi, en hann lék Postolowo á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum; næstbestur af íslenska karlalandsliðinu á 1. degi var Axel Bóasson, GK, en hann er T-3 eftir glæsilegan 1. hring upp á 2 undir pari, 70 högg.
Rúnar Arnórsson, GK og Kristján Þór Einarsson, GM eru jafnir T-7 eftir góða byrjun á sléttu pari, 72 högg.
Andri Þór Björnsson, GR lék á 3 yfir pari, 75 höggum og er T -28 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR lék á 4 yfir pari, 76 höggum og er T-37. Allt í allt frábær byrjun hjá íslenska karlalandsliðinu, sem við getum verið stolt af!!!
Strákarnir okkar / Íslenska karlalandsliðið er í efsta sæti á samtals á samtals 2 undir pari, 358 höggum og á hæla okkur eru Noregur og munar aðeins 1 höggi – Noregur í 2. sæti á samtals 1 undir pari, 359 höggum. T-3 eru Austurríki og Portúgal á samtals 5 yfir pari, 365 höggum. Í 5. sæti er síðan Slóvenía á samtals 10 yfir pari, 370 höggum.
Sjá má stöðuna hjá strákunum okkar með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
