Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 17:00

Karla, kvenna, stúlkna – og piltalandslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni

Þann 23. júní sl. tilkynnti Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands,  hvaða leikmenn skipa landslið Íslands í karla – og kvennaflokki á Evrópumeistaramótunum í liðakeppni 2021.

Ólafur hefur einnig tilkynnt hvaða leikmenn skipa stúlkna – og piltalandslið Íslands sem keppa einnig í liðakeppni á Evrópumótinu 2021.

Bæði karla – og kvennaliðið eru í efstu deild en liðin eru skipuð leikmönnum sem eru áhugakylfingar. Stúlknalandslið Íslands er í efstu deild en piltalandsliðið er í næst efstu deild.

Karlalið Íslands:

Karlalið Íslands keppir á PGA Catalunya vellinum á Spáni rétt utan við borgina Barcelona. Heiðar Davíð Bragason verður þjálfari liðsins í þessari ferð og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari verður einnig með í för.

Keppni hefst 6. júlí og lokadagurinn er 10. júlí.

Eftirtaldir leikmenn skipa karlalið Íslands:

Aron Snær Júlíusson, GKG
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Hákon Örn Magnússon, GR
Hlynur Bergsson, GKG
Kristófer Karl Karlsson, GM
Sverrir Haraldsson, GM
Þjálfari Heiðar Davíð Bragason
Sjúkraþjálfari Baldur Gunnbjörnsson

Alls eru 13 þjóðir sem keppa á EM karla: Austurríki, Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Sviss.

Kvennalið Íslands:

Kvennalið Íslands keppir á Norður-Írlandi á hinum sögufræga Royal County Down GC á Norður-Írlandi. Þjálfari liðsins verður Karl Ómar Karlsson og María Kristín Valgeirsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins.

Keppni hefst 6. júlí og lokadagurinn er 10. júlí.

Eftirtaldir leikmenn skipa kvennalið Íslands:

Andrea Bergsdóttir, Hills GC
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Alls eru 19 þjóðir sem keppa á EM kvenna: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Skotland, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Wales

Stúlknalið Íslands:

Stúlknalið Íslands keppir á Montado Golf Resort í Portúgal dagana 6.-10. júlí en um er að ræða keppni í efstu deild.

Davíð Gunnlaugsson er þjálfari liðsins í þessari ferð og Aníta Ósk Einarsdóttir er sjúkraþjálfari stúlknalandsliðsins.

Eftirtaldir leikmenn skipa stúlknalandslið Íslands:

Berglind Erla Baldursdóttir, GM
Helga Signý Pálsdóttir, GR
Katrín Sól Davíðsdóttir, GM
María Eir Guðjónsdóttir, GM
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
Sara Kristinsdóttir, GM

Alls eru 13 þjóðir sem taka þátt á EM stúlknalandsliða. Austurríki, Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Írland, Ítalía, Holland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð og Sviss.

Piltalandslið Íslands:

Piltalið Íslands keppir á Estonian G&CC í Eistlandi dagana 6.-10. júlí en um er að ræða keppni í næst efstu deild.

Brynjar Eldon Geirsson er þjálfari liðsins í þessari ferð og mun sjúkraþjálfari fara með liðinu eins og hjá öðrum landsliðum Íslands. Keppnin í Eistlandi hefst 7. júlí og lokadagurinn er 10. júlí.

Eftirtaldir leikmenn skipa piltalandslið Íslands:

Aron Ingi Hákonarson, GM
Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
Björn Viktor Viktorsson, GL
Böðvar Bragi Pálsson, GR
Dagur Fannar Ólafsson, GKG
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér:

Alls eru 10 þjóðir sem taka þátt á EM piltalandsliða í 2. deild: Belgía, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Slóvakía og Slóvenína.