Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2015 | 10:00

Kaddýar krefjast aðgangs að klúbbhúsi

Eftir atvik sem átti sér stað á The Honda Classic og varð til þess að kylfusveinar á PGA Tour urðu að híma í bráðabirgðaskýli einu í óveðri í Flórída, vegna þess að þeim er meinaður aðgangur að klúbbhúsum hefir samband kylfusveina (ens: Association of Professional Tour Caddies) sent framkvæmdastjóra PGA Tour, Tim Finchem bréf.

Þar er krafist endurskoðunar á  reglugerð sem bannar kylfusveinum að vera í klúbbhúsum.

Í bréfinu segir m.a.: „APTC krefst þess formlega að túrinn geri rástafanir til þess að sá sem skipuleggur mót sjái fyrir öruggu húsnæði, þ.e. hreinlegum og þægilgum vistarverum fyrir alla kylfusveina og þeir dragi þá þegar tilbaka allar reglur og reglugerðir sem banni kylfusveinum veru í klúbbhúsum.“

Bréfið er undirritað af lögmanni APTC Christain Dennie.

Skipuleggjandi Honda Classic, Ken Kennerly sagði í viðtali við Golf Channel að sér hefði ekki verið gert kunnugt um óöruggar aðstæður sem kylfusveinar bjuggu við þar til eftir á.