Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2016 | 09:00

Kaddý Kaymer óheppinn í kreditkorta rúllettu!

Það var kaddý sigurvegara The Players og Opna bandaríska 2014, Martin Kaymer, sem tapaði stórt í Ruth´s Chris Steakhouse, á Ponte Vedra Beach í Flórída, í gær.

Hefð er fyrir því að allir kaddýar atvinnukylfinga komi saman þar fyrir atburðinn mikla, sem hefst í dag, sjálft Players mótið og snæði og drekki saman.

Eftir á er öllum kreditkortum viðstaddra komið fyrir í hatt nokkurn og síðan er eitt kortið dregið og sá borgar fyrir alla.

Skemmtileg rúlletta það!

Nema fyrir þann sem fær kortið sitt dregið og í ár var það kaddý Martin Kaymer – sem væntanlega á þó fyrir reikningnum, en í dag eru margir kaddýar betur launaðir en sumir atvinnukylfingar.

Justin Rose tvítaði mynd af sér á kvöldi kaddýana og ritaði:

Great night at Ruth’s Chris steakhouse! The big game of credit card roulette for the caddies! Unlucky @theweeman77

(Lausleg þýðing: „Frábært kvöld á Ruth’s Chris steakhouse!  Stóra Kreditkortarúlletta kaddýana! Óheppinn @theweeman77

The Weeman77 er sem sagt Craig Conelly …. en þó súrt sé í broti að tapa rúllettunni þá efast enginn um að Conelly á vel fyrir öllu saman, sérstaklega með hliðsjón af því að Martin Kaymer hefir aldrei ekki komist í gegnum niðurskurð á The Players!