Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2015 | 12:00

Kaddý Allenby neitar því að brottrekstur hans hafi átt sér stað eins og Allenby sagði frá

Í gær greindi Golf 1 frá því að ástralski kylfingurinn Robert Allenby, sem er orðinn þekktur að endemum, hafi rekið kaddý sinn í miðjum hring.

Kaddý Allenby, Mike Middlemo neitar því hins vegar að atburðarrásin hafi verið eins og Allenby greindi frá.

Sjá má hlið kaddýsins Middlemo með því að SMELLA HÉR: 

Meðal þess sem Middlemo segir er eftirfarandi:

Ég bara óska mér að þetta hefði aldrei farið svona langt. En hann notar bara fjölmiðlana aftur til þess að láta sjálfan sig líta út eins og fórnarlamb.“