
Justin Rose verður ekki með í Dubai – „Fjölskyldan hefir forgang“
Justin Rose frá Englandi tekur ekki þátt í Dubai World Championship, sem hefst á morgun, vegna þess að von er á fjölgun í fjölskyldunni en kona hans, Kate, er að fara að eignast 2. barn þeirra. Fyrir eiga þau soninn Leo.
Á Twitter sagði Justin eftirfarandi: „Flýg heim til Orlando nú.” „Annað barnið fæðist bráðlega. Dapurt að geta ekki verið með í Dubai. Fjölskyldan hefir forgang.”
Justin tók þátt í Hong Kong Open nú s.l. helgi til þess að eiga kost á að koma til greina í Ryderbikarslið Evrópu en til þess verður hann að spila í 13 mótum. Eitthvað hefir hann verið annars hugar því hann komst ekki í gegnum niðurskurð.
Justin Rose er í 7. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar (Race to Dubai), en það gæti breyst vegna þess að hann tekur ekki þátt, því mörg stig eru í pottinum á mótinu í Dubai, sem og hátt verðlaunafé.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster