Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2014 | 11:00

Julieta Granada frá Paraguay í efsta sæti CME Group Tour Championship e. 1. dag

Það er e.t.v. svolítið óvænt að það er Julieta Granada frá Paraguay sem er í efsta sæti eftir 1. dag CME Group Tour Championship, sem hófst í gær í Naples, Flórída.

Granada lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum fékk 6 fugla á hringnum og skilaði því í hús „hreinu“, glæsilegu skorkorti!

Í 2. sæti er þýski kylfingurinn Sandra Gal en hún lék 1. hring á 68 höggum.

Þriðja sætinu deila síðan 3 þekktar: sænski Solheim Cup kylfingurinn Caroline Hedwall, Belen Mozo og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis.

Til þess að sjá stöðuna á CME Group Tour Championship eftir 1. dag að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: