Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2015 | 19:30

Juli Inkster verður fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup 2017

Nú fyrir skemmstu var tilkynnt að Juli Inkster verði að nýju fyrirliði Solheim Cup liðs Bandaríkjanna.

Næst verða hún og lið hennar á heimavelli í Des Moines (Iowa) Golf and Country Club 2017.

Juli var fyrirliði liðs Bandaríkjanna í sögulegum sigri í St. Leon Rot klúbbnum í Þýskalandi nú fyrr í haust s.s. mörgum er í fersku minni.

Þetta er í 4. sinn sem fyrirliði í Solheim Cup fær að gegna hlutverkinu tvívegis en hinn tilvikin eru eftirfarandi:  Patty Sheehan var fyrirliði 2002 og aftur 2003. Judy Rankin (1996-98) og Kathy Whitworth (1990-92).

Juli Inkster hefndi ófaranna í Colorado 2013 þegar Bandaríkjastúlkurnar töpuðu á heimavelli í verstu útreið sem bandarískt lið í Solheim keppninni hefir hlotið 18-10.

Endurkoman í Þýskalandi var stórglæsileg – staðan var 10-6 Evrópu í vil fyrir tvímenningsleiki sunnudagsins en bandaríska liðinu tókst að sigra 14½ –  13½.

Ég held að hver og ein okkar hafi haft svolítið af Juli í okkur þessa vikuna,“ sagði bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem var í liðinu og Cristi Kerr sagðist aldrei hafa viljað vinna jafnmikið og þarna á sunnudeginum fyrir Juli.

Almenn ánægja er með tilnefningu Juli Inkster í fyrirliðastöðuna.