Juli Inkster verður fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup 2017
Nú fyrir skemmstu var tilkynnt að Juli Inkster verði að nýju fyrirliði Solheim Cup liðs Bandaríkjanna.
Næst verða hún og lið hennar á heimavelli í Des Moines (Iowa) Golf and Country Club 2017.
Juli var fyrirliði liðs Bandaríkjanna í sögulegum sigri í St. Leon Rot klúbbnum í Þýskalandi nú fyrr í haust s.s. mörgum er í fersku minni.
Þetta er í 4. sinn sem fyrirliði í Solheim Cup fær að gegna hlutverkinu tvívegis en hinn tilvikin eru eftirfarandi: Patty Sheehan var fyrirliði 2002 og aftur 2003. Judy Rankin (1996-98) og Kathy Whitworth (1990-92).
Juli Inkster hefndi ófaranna í Colorado 2013 þegar Bandaríkjastúlkurnar töpuðu á heimavelli í verstu útreið sem bandarískt lið í Solheim keppninni hefir hlotið 18-10.
Endurkoman í Þýskalandi var stórglæsileg – staðan var 10-6 Evrópu í vil fyrir tvímenningsleiki sunnudagsins en bandaríska liðinu tókst að sigra 14½ – 13½.
„Ég held að hver og ein okkar hafi haft svolítið af Juli í okkur þessa vikuna,“ sagði bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem var í liðinu og Cristi Kerr sagðist aldrei hafa viljað vinna jafnmikið og þarna á sunnudeginum fyrir Juli.
Almenn ánægja er með tilnefningu Juli Inkster í fyrirliðastöðuna.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
