Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2011 | 23:30

Juli Inkster og Anna Nordqvist í forystu á Lorenu Ochoa Invitational eftir 2. dag

Hin sænska Anna Nordqvist skaust upp í toppsætið með glæsihring upp á 65 högg á Lorenu Ochoa Invitational í dag. Hún fékk 8 fugla og 1 skolla á par-4 12. brautinni.

Juli Inkster spilaði 2. hringinn á Lorenu Ochoa Invitational á 69 höggum og heldur forystunni, sem hún var í, í gær. Hún deilir efsta sætinu ásamt Önnu Samtals hafa þær stöllur spilað á samtals 136 höggum hvor; Juli (67 69) og Anna (71 65).

Catriona Matthews, Meena Lee og Suzann Pettersen eru 1 höggi á eftir og deila 3. sætinu.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti þegar Lorena Ochoa Invitational er hálfnað smelliðHÉR: