Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2016 | 12:58

José María Olazábal 50 ára

José María Olazábal Manterola fæddist í dag 5. febrúar fyrir 50 árum þ.e. 1966 og á því hálfrar aldar afmæli í dag!

Hann var fyrirliði liðs Evrópu í kraftaverkinu í Medinah þ.e. þegar lið Evrópu sigraði lið Bandaríkjanna 14½–13½, eftir að staðan var 10-6 Bandaríkjamönnum í vil fyrir tvímenningsleiki sunnudagsins.

Olazábal sýndi tilfinningar sínar opinskátt og sagði að þetta væri gleðilegasta augnablik ævi sinnar. Hann tileinkaði sigurinn vini sínum og landa,  Seve Ballesteros, sem lést 2011.

En nú á Olazábal sem sagt 50 ára afmæli í dag. Hver er ferill þessa frábæra kylfings og fyrirliða liðs Evrópu 2012?

Olazábal eða Ollie eins og hann er kallaður af vinum sínum fæddist Hondarribia, bæ í Baskahéruðum Spánar. Ollie kom fram á golfsenuna 1984 eða fyrir 32 árum þá aðeins 18 ára, þegar hnn sigraði á (British) Amateur Championship. Á nýliðaári sínu sem atvinnumanns í golfi 1986 varð hann í 2. sæti á peningalista Evróputúrsins, þá aðeins 20 ára. Á fyrstu 9 árum sínum á Evróputúrnum var hann í topp 10 á öllum árum nema 2, en hann varð m.a. í 2. sæti 1989 og hann var reglulega í topp-10 á heimslistanum (í meira en 300 vikur).

Ef Olazábal hefði tekist að hafa betur gegn Ian Woosnam á The Masters árið 1991 (en þar varð hann í 2. sæit) þá myndi hann hafa orðið nr. 1 á heimslistanum, en því náði Ollie aldrei. Hann gat ekkert spilað 1996 vegna fótarmeisða en hann náði sér og náði aftur að koma sér á topp 10 á peningalistanum 1997, 1999 og 2000. Í dag hefir Olazábal 30 sigra í beltinu þar af 23 á Evróputúrnum.

Olazábal hefir tvívegis sigrað á risamótum í bæði skiptin á The Masters þ.e. árið 1994 og 1999. Þessir sigrar gera hann að eina sigurvegara Amateur Championship frá seinni heimsstyrjöld til þess að sigra síðan í risamóti.  Olazábal á einnig metið með öðrum fyrir lægsta hring á PGA Championship risamótinu (63 högg), sem hann náði á 3. hring í Valhalla golfklúbbnum árið 2000.

Árið 2001 hóf Olazábal að spila á PGA Tour, en spilaði einnig í Evrópu. Hann átti gott stöðugt ár 2002 á  PGA Tour , rakaði inn $2 milljónum og varð í 24. sæti á peningalistanum, Honum tókst þó ekki með þeissu eina ári að tvöfalda verðlaunafé sitt og þann árangur sem hann náði í Evrópu á 8. og 9. áratugnum. Hann vann alls 6 sinnum á PGA tour, og fimm af þeim vann hann áður en hann varð fullgildur þátttakandi á túrnum. áirð 2006 náði Olazábal aftur að komast með efstu 15 á heimslistanum.

Olazábal var í liði Evrópu í Rydernum í 7 skipti á árunum  1987 – 2006. Hann var hluti af frægri tvímenningsleikjatvennd en hann var alltaf paraður með landa sínum og vini, snillingnum Seve Ballesteros og kepptu þeir fyrir Evrópu í mörg skipti.  Eins lék Olazábal með góðum árangri með Sergio García árið 2006. Eins og áður segir var Olazábal fyrirliði sigurliðs Evrópu í Rydernum 2012.

Olazábal á heimsmetið í að setja niður lengsta púttið.  Meðan á flugi liðs Evrópu á Ryderinn til Bandaríkjanna stóð árið 1999 setti hann niður pútt sem fór eftir endilangri vélinni og boltinn var á hreyfingu  26.17sekúndur en á þeim tíma flaug Concorde-inn, á hraðanum 1,270 mph, og lagði að baki  9.232 mílur, en þar með sló Olazábal met  Brad Faxon‘um  8.5 mílna pútt, sem hann setti niður 1997.

Olazábal var kosinn í heimsfrægðarhöll kylfinga árið 2009 með 56% atkvæðum alþjóðlega.

Þann 19. júní 2013 hlaut Olazábal æðstu orðu sem veitt er íþróttamanni, þ.e. the Prince of Asturias Award  í viðurkenningarskyni fyrir afrek hans sem leikmanns og forystumanns í Ryder bikarnum 2012. Hann er aðeins 2. kylfingurinn sem hlýtur orðuna frá því hún var fyrst veitt 1987; en Seve hlaut orðuna fyrstur 1989.