Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2015 | 09:45

Jordan Spieth í Today Show – „Græni Jakkinn eins og silki!“ – Myndskeið

Eftir sigurinn á Masters flaug Jordan Spieth til New York, eins og áður hefir komið fram hér á Golf 1.

Þar kom hann fram í ýmsum sjónvarpsþáttum m.a. The Today Show með Matt Lauer.

Hann var m.a. spurður um hvort hann hefði nokkuð farið úr Græna Jakkanum frá því hann var klæddur í hann á Augusta National.

Spieth svaraði því að hann (jakkinn) hefði ekki vikið frá hlið sér og þetta væri besti jakki sem hann hefði fengið, hann væri eins og silki.

Hér má sjá Jordan Spieth í viðtali í The Today Show SMELLIÐ HÉR: