Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2014 | 18:00

Jordan Spieth efstur e. 1. dag Australian Open

Það er bandaríska golfstirnið Jordan Spieth, sem er efstur eftir 1. dag Australian Open, á 4 undir pari, 67 höggum.

Það með skaut hann nr. 1 og nr. 3 á heimslistanum ref fyrir rass en hvorugur þeirra er í efstu 3 sætunum.  Spieth fékk 4 glæsifugla á seinni 9 sem komu honum í forystu.

Í 2. sæti eftir 1. dag voru heimamennirnir Aaron Price og Scott Gardiner, báðir á 3 undir pari, 68 höggum.

Jafn öðrum í 4. sæti var síðan Rory McIlroy, sem bar við flugþreytu eftir fremur slakan hring sinn og Adam Scott, sem á titil að verja í þessu móti er 7 höggum á eftir Spieth í 82. sæti.

Annar hringurinn er þegar hafinn.

Til þess að fylgjast með gangi mála á Australian Open SMELLIÐ HÉR: