Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2017 | 14:00

Jon Rahm: „Ég hef látið það líta út eins og það sé auðvelt en það er það ekki!“ – Myndskeið

Golf. com tók skemmtilegt viðtal við eina skærustu stjörnu PGA, Spánverjann Jon Rahm, sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék nokkrar holur með um daginn á KPMG degi.

Í viðtalinu er Rahm spurður ýmissa spurninga t.a.m. hvort hann eigi til högg, sem hann geti alltaf slegið og bregðist ekki þegar annað á vellinum er að bregðast?

Rahm segist eiga til það högg og sýnir það í meðfylgjandi myndskeiði.

Eins var Rahm spurður að því hvort breytingin frá því að vera áhugamaður og að spila á PGA Tour hafi verið auðveld.

Hann svaraði: „Ég hef látið það líta út eins og það sé auðvelt en það er það alls ekki!“

Sjá má viðtalið í heild með því að SMELLA HÉR: