
Jón Pétur Jónsson endurkjörinn formaður GR – hagnaður GR var 12 milljónir árið 2011
Á heimasíðu stærsta golfklúbbs Íslands, GR, er eftirfarandi frétt:
„Jón Pétur Jónsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á aðalfundi klúbbsins sem fram fór í golfskálanum í Grafarholti mánudaginn 5.desember. Jón Pétur er að hefja sitt fimmta ár sem formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Nýkjörinn formaður vill koma á framfæri þökkum til félagsmanna með það traust sem honum var sýnt með endurkjöri. Aðrir stjórnarmeðlimir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Eins og fyrr segir var aðalfundur GR haldinn 5. desember þar sem félagsmönnum var kynnt starfsárið sem var að líða. Hagnaður á rekstri klúbbsins á starfsárinu var um 12 milljónir króna, en til samanburðar var hagnaður síðasta árs rúmar 3 milljónir króna. Tekjur námu alls 330 millj. kr samanborið við 321 millj. kr á árinu 2010. Fjárhagsáætlun næsta árs gerir ráð fyrir tæplega 16 milljón króna hagnaði.
Vorið var með eindæmum kalt og bitnaði mest á Grafarholti. Mikið um næturfrost og sumarbyrjun lagðist ekki vel í kylfinga. Þann 12. júní snjóaði niður í miðjar hlíðar Esju. Loka þurfti Grafarholtinu vegna kuldans og nýgræðingur var mjög viðkvæmur. Það sést best á leiknum hringjum á árinu:
Grafarholt: 32.488 hringir á móti 34.211 í fyrrasumar eða 5% færri hringir enn 2010
Korpan: 35.071 hringur. Nokkurn vegin sami hringja fjöldi á milli ára
Garðavöllur: 19.430 hringir á móti 22.282 í fyrrasumar eða 14% færri hringir enn 2010
Litli völlurinn: 4.050 hringir á móti 4.723 í fyrrasumar eða um 14% færri leiknir hringir enn 2010
Samtals gerir þetta leikna hringi upp á 91.039 á móti 97.000 hringjum 2010, sem er um 6% samdráttur frá því í fyrra. Þótt veður hafi verið frábært eftir að hlýnaði og hélst þannig til 1. október.
En þess má get að Korpan var opin inn á miðja flatir alveg til 22. nóvember.
Leiknir hringir á vinavöllum GR:
Strandavöllur, Hellu: 1.346 hringir á móti 1.783 eða 25% færri hringir á milli ára
Hólmsvöllur: 877 hringir á móti 962 eða um 10% færri hringir á milli ára
Þorlákshafnarvöllur: 1.510 hringir á móti 1.470 fleiri hringir enn 2010
Þetta eru samtals um 3.733 leiknir hringir á vinavöllum, sem er 482 færri hringir en árið 2010.
Aðalfundurinn samþykkti gjaldskrá félaga fyrir næsta ár, að tillögu stjórnar:
Félagsmenn 21 – 66 ára verður 82,000 kr.
Félagsmenn 67 ára og eldri verður 45,000 kr.
Félagsmenn 18 – 20 ára verður 39,500 kr.
Félagsmenn 11 – 17 ára verður 28,000 kr.
Félagsmenn 10 ára og yngri verður 14,000 kr.
Námsmenn 21-25 ára, í fullu námi, lánshæfu hjá LÍN, geta sótt um að greiða sérgjald, 45,000 kr.
Allir nýir félagar greiða inntökugjald sem bætist við félagsgjaldið fyrsta árið. Inntökugjaldið er 50 % af félagsgjaldi.“
Heimild: grgolf.is
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge