Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2012 | 21:00

Johnny Miller telur að Tiger Woods muni sigra a.m.k. 4 sinnum, 2012

Tiger Woods spilaði vel í lok árs 2011, þ.á.m. lauk hann leik með tveimur fuglum og sigraði Chevron og nú veltir golfheimurinn fyrir sér mögluleika hans að hann spili aftur eins og í gamladaga. Einn er sá maður sem aldrei er spar á skoðanir sínar, en það er  golffréttamaðurinn Johnny Miller á NBC sjónvarpsstöðinni, sem þekktur er fyrir mjög svo opinskáa gagnrýni sína, oft á tíðum, á kylfinga.  Hann telur að Tiger muni eiga frábært ár með a.m.k. 4 sigrum. (Innskot:  Johnny Miller á sjálfur 32 sigra að baki á atvinnumannsferli sínum þ.á.m. 25 á PGA Tour, þ.á.m. 2 á risamótum og varð 3 sinnum í 2. sæti á Masters).

„Ég tel að Tiger sé sá sem muni slá í gegn á árinu 2012. Ég virkilega trúi því,“ sagði NBC golfskýrandinn (Johnny Miller). „Ég held að hann muni að öllum líkindum sigra a.m.k. 4 sinnum.“

„Ég greini kylfinga alltaf á því hversu slæm slæmu höggin þeirra eru. Slæmu högg Tigers, sérstaklega með löngu kylfunum voru ansi slæm. Nú eru slæmu höggin hans með löngu kylfunum nokkuð góð. Hann er næstum kominn á það stig sem hann var á 2000 eða 2001. Járnin voru aldrei svo slæm, jafnvel þegar hann var að berjast og stutta spilið hefir tekið miklum framförum. Ég held að hann sé mjög ákveðinn að sýna gagnrýnendum að þeir hafi ekki vitað viti sínu þegar þeir afskrifuðu hann.“

Ég tel að hann eigi eftir að eiga stóra endurkomu í ár.“

Heimild: Golf.com