John Senden leiðir eftir 1. dag Australian Open
Ástralski kylfingurinn John Senden leiðir eftir 1. dag Opna ástralska á 6 undir pari, 66 höggum á rólegum morgni í The Lakes golfklúbbnum í Sydney. Senden fékk 8 fugla en líka 2 skolla.
Englendingurinn Justin Rose er meðal 5 kylfinga, sem deila 2. sætinu og eru 2 höggum á eftir Senden. Hann byrjaði vel fékk fugla á 3 af fyrstu 4 holum sínum og er á sama skori, 4 undir pari, 68 höggum og áströlsku „heimamennirnir“ Kim Felton, Brendan Jones, Richard Green og Gareth Paddison frá Nýja-Sjálandi.
Adam Scott sem var að æfa sig með styttri pútter fyrr í vikunni notaði gamla kústskaftið sitt og er í 28. sæti ásamt 14 öðrum kylfingum, þ.á.m. Kyle Stanley frá Bandaríkjunum. „Ég myndi gjarnan vilja hafa spilað betur í dag, en það eru 54 holur eftir. Það er nóg eftir af golfi,“ sagði Adam Scott m.a. eftir hringinn.
Tom Watson keppir í mótinu í fyrsta sinn frá því hann vann það árið 1984. Watson var á 6 yfir pari, 78 höggum og það eina sem hann sagði eftir hringinn var „Ég skammast mín.“ Watson er meðal neðstu kylfinga deilir 115. sætinu, en alls eru 156, sem keppa.
Til þess að sjá stöðuna á Australian Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
