Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2017 | 17:00

John Jacobs látinn 91 árs

John Jacobs, sem lýst hefir verið sem föður golfs, er látinn 91 árs að aldri.

Jacobs spilaði m.a. í Ryder bikarnum fyrir lið Evrópu, hann vann fjölda golfmóta, var framkvæmdastjóri, golfpenni og þekktur um allan heim sem frábær golfþjálfari.

Jacobs var frá Yorkshire og skildi eftir sig óafmáanlegt mark á golfsöguna.

Allt frá bestu kylfingum golfleiksins til algerra byrjeda, þá voru vísdómsperlur Jacobs það sem allir meðtóku á öllum stigum golfsins, en drift hans, framsýni og nýjungagirni hjálpaði til við að leggja grunn að stækkun Evróputúrsins.

John hefir réttilega verið nefndur faðir evrópsks golfs,“ sagði Ken Schofield sem tók við af honum (John Jacobs) sem framkvæmdastjóri Evróputúrsins 1975. „Hann sneri hugsjónum í raunveruleika og virðingin sem Evrópa nýtur í heimi golfsins er að miklu að þakka frumkvöðlaanda hans.“

Sandy Jones, aðalframkvæmdastjóri PGA sagði: „John Jacobs mun verða minnst af gleði af okkur sem nutum þeirra forréttinda að þekkja hann. Hann var einfaldlega goðsögn í leiknum og nafn hans mun vera á toppnum með öllum hinum bestu kylfingum leiksins.“