Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2015 | 10:00

John Daly: „Vantar karaktera í golfið“

John Daly tekur þátt í 1. móti Saltire Energy Paul Lawrie Match Play, sem hefst í dag í útjaðri Aberdeen, í Skotlandi, en eins og segir er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram.

Daly gaf fréttamönnum 10 mínútna viðtal, þar sem hann talaði m.a. um skort á persónuleika leikmanna golfsins í dag vegna þess hversu allt virðist orðið vélrænt og hvernig Bandaríkjamenn gætu aftur sigrað í Ryder-bikarskeppninni og hvernig hann ætlaði að sleggjast um völlinn í Aberdeen með nýju kylfunum sínum, sem ekki komu á sama tíma og hann.

Þetta snýst allt um fólkið sem sigrar,“ sagði Daly aðspurður hvort það skorti karektera í golfið.

Rickie Fowler hefir mikinn persónuleika og vekur athygli vegna þess að hann er með stóru hattana sem krökkunum líkar. En ég held að krökkunum líka enn meir við náungana sem sigra eins og Jordan Spieth. Þeir fylgjast með þeim Ég ólst upp og spilaði vegna Jack Nicklaus – hann var æðislegur og hann vann líka.“

En ég held líka að það sé mikilvægt að golfið eigi sér persónuleika, karektera og fólk sem er með sjarma. Ég er einn af þessum gæjum sem veit ekkert hvað ég er að gera.  Annað hvort geri ég ykkur fúla eða ánægða. En það er bara ég. Það er þannig sem ég hef alltaf verið. Það virðist sem golfið sé svolítið vélrænt í þeim skilningi að allir eru með sama hattinn vegna þess að styrktaraðilar borga vel fyrir það.“

Daly nefndi sem dæmi Miguel Angel Jiménez, sem mann sem væri honum að skapi. „Hann er frábær. Við höfum ekki drukkið saman 6-7 tíma en við höfum fengið okkur nokkra saman.  Hann drekkur vín – sem er eiginlega svolítið stelpu- Ég drekk bjór – drykk karlmannsins.“

Eitt af því sem Daly finnst leiðinlegt er að hann spilaði ekki í Ryder Cup – hann er eini risamótssigurvegarinn sem ekki hefir spilað í því móti. Hann spáir því að á næsta ári verði besta Ryder bikarsmót. Og hann vonar að með ósigrinum síðasta opnist dyr fyrir hann til þess að koma að keppninni annaðhvort sem varafyrirliði eða fyrirliði.

Ef ég væri fyrirliði myndi ég sjá til þess að þeir skemmtu sér,“ sagði Daly. „Þetta á að vera gaman en ég held að allir flækist of mikið í pressunni sem sett er á kylfingana.  Eftir því sem ég kemst næst fara Evrópuleikmennirnir í hvert party á sunnudagskvöldið og sumir leikmanna okkar gera það ekki og það er leitt. Ég held að sumir þessara stráka þ.á.m. Rickie sem drekkur ekki hafi mætt á Gleneagles. En þeir ættu allir að mæta sem lið.“

En svolítið um Aberdeen-mótið sem Daly tekur þátt í.  Völlurinn sem spilaður er Murcar Lings er 5,861 yards, og þar með 1,500 yördum styttri en flestir vellir á Evróputúrnum.  Hann er skemmtilegur í holukeppni vegna þess að það þarf að taka áhættur á honum og ef höggin takast þá verðlaunar hann vel. „Þetta er öðruvísi völlur,“ sagði Daly.  „Brautirnar eru þröngar en það er ekkert of þröngt að spila völlinn og bætti við að hann gæti enn  “grip it and rip it”.

Ef ég er heppinn og slæ beint þá eru sumar holum sem ég næ inn á.  Og a.m.k. get ég komist nálægt flötunum ef ég missi brautirnar,“ sagði Daly loks.