John Daly er litskrúðugur kylfingur.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2011 | 13:30

John Daly reynir að gleyma síðustu uppákomu í Ástralíu – hlakkar til að keppa í Thaílandi

John Daly sagði fyrr í dag (tíminn í Thaílandi aðeins á undan okkar) að hann hefði ekkert heyrt meira frá áströlskum golfyfirvöldum eftir síðustu uppákomu hans þegar hann stormaði út úr móti þar í síðasta mánuði eftir að hafa slegið 6 bolta í vatn.

„Ég hef ekki talað við neinn og þeir hafa ekki talað við mig,“ sagði Bandaríkjamaðurinn skapstóri, sem hlotið hefir viðurnefnið „Wild Thing.“

Aðspurður hvort hann héldi að málinu væri lokið sagði hann, „Ég held það.“

Daly gekk af vellinum í Australian Open á 11. braut, sem varð til þess að framkvæmdastjóri mótsins, Trevor Herden, sagði að þetta væri „ópró“ framkoma hjá Daly.

PGA í Ástralíu sagðist skömmu eftir atburðinn að þeir myndu vísa málinu til aganefndar.

Hin litríka stjarna (John Daly) sem á sögu að baki sér um að draga sig úr mótum er í Bangkok til að keppa um $1 milljóna verðlaun í Thailand Golf Championship, sem hefst nú á fimmtudaginn.

Daly vildi mun fremur tala um góða frammistöðu sína nú nýverið á Hong Kong Open heldur en umdeilanleg atvik á ferli hans.

„Ég spilaði vel í Hong Kong. Það er skrítið, ég er að slá boltann vel en ég skora bara ekki. Þetta er svolítið pirrandi.“

Hann sagðist halda áfram að vinna í leik sínum. „Ef ég gæti bara komið þessu öllu saman væri það frábært.“

Daly, sem hefir spilað á Evrópumótaröðinni í 2 ár sagðist ætla að spila meira í Evrópu.

„Ég verð að spila keppnisgolf. Mér finnst frábært það sem Evrópubúar hafa gert, þeir eru nr. 1 og berjast áfram. Golfið þar er orðið einbeittara.“

Þrátt fyrir að sigurvegari Opna bandaríska risamótsins, Rory McIlroy, hafi dregið sig úr keppni vegna veikinda hefir Thai mótið laðað að sér margar stjörnur þ.á.m. sigurvegara Opna breska, Darren Clarke og sigurvegara Masters, Charl Schwartzel, frá Suður-Afríku.

Daly var fullur lofs á Amata Spring Country Club golfvöllinn nálægt Bangkok, þar sem mótið fer fram.

„Þetta er einn af bestu völlunum í allri Asíu,” sagði Daly. „Hann er frábær.”

Sammála honum í þessu var thaílenski kylfingurinn  Chapchai Nirat, sem hefir verið að gera góða hluti.  „Flatirnar eru sérlega krefjandi” sagði Chapchai.

Hann sagði að það hvetti sig sem kylfing að fá að spila í móti með stjörnum eins og Daly, Clarke, og nr. 3 í heiminum Lee Westwood.

„Ég er stoltur af því að Thailand er gestgjafi mótsins með svona flottum kylfingum,“ sagði hann. „Þetta kemur til með að vera mikil hvattning fyrir unga kylfinga í Thaílandi.“

Heimild: Khaleej Times