John Daly efni í „föður ársins“
„Wild thing“ viðurnefni Daly fram eða tilbaka, John Daly er kandídat í að hljóta viðurkenninguna „faðir ársins.“
Alveg eins og John Daly hefir alltaf verið meira en bara miðlungs kylfingur þá má upplýsa að hann er miklu meira en bara meðal einstætt foreldri.
Þetta er kannski ekki alveg í samræmi við ímynd hans sem „Wild Thing“, en sannleikurinn er sá, að þegar hann er ekki einmitt að storma af golfvellinum, þá er hann í fullu starfi að kenna 8 ára syni sínum að spila golf. Og honum gengur bara býsna vel með það.
Það er ekki svo langt síðan að hann eyddi klukkutímunum fyrir og eftir golfleiki í að tala við barþjóna. Nú á golfkennsla John yngri alla athygli hans og stráksi ferðast um heiminn með pabba sínum.
Margir trúa þessu ekki en eftir að hætta í móti í miðjum klíðum á Australia Open í síðasta mánuði, þá sneri Daly (45 ára) upp á hótel og setti á golfkennarahattinn, Kannski hann hafi spurt John yngri að telja hversu marga golfbolta hann sló í vatnið.
Í Bangkok í síðustu viku, þegar tvöfaldi risamótasigurvegarinn bjó sig undir fyrsta hring Thailand Championship, útskýrði hann sjálfskennsluplanið, sem hann setti saman fyrir John yngri.
Honum fannst sér bera skylda til þess eftir að hann vann mál fyrir dómstól í Tennessee fyrir ári síðan, þar sem John kærði m.a. vegna mikilla fjarvista sonarins úr skóla, vöntun á talþjálfun, sem stráksi þarfnaðist og erfiðleika hans á að fá að umgangast soninn.
Sherrie Daly, fyrrum eiginkona hans, var í þessu réttarhaldi m.a. dæmd fyrir að vanvirða réttinn og var stungið í steininn í 3 daga.
Daly hélt því fram að hann hafi varla séð son sinn fyrir málið en hann er síðan þá búinn að endurnýja kynninn við soninn svo um munar.
„Þegar ég fekk umgengnisréttinn rétt fyrir síðustu jól, gat John yngri varla skrifað eða lesið,“ sagði Daly.
„Á aðeins 1 ári er ég búinn að koma honum í gegnum 2 bekkjardeildir. Hann var svona langt á eftir vegna þess að mamma hans kom honum aldrei í skóla.“
„Hann var fjarverandi 84 daga úr barnadagvistuninni, þannig að hann varð á eftir öllum. Og svo var hann fjarverandi 25 daga í 1. bekk. Ég varð að kenna honum á hverjum degi og fá honum reglu í líf sitt. Hann veit að hann verður að (gera heimavinnuma sína.)“
Nokkuð kaldhæðið að Daly sé í hlutverki þess sem agar, í hans tilviki en kennsluaðferðin einföld „gerðu eins og ég kenni þér og vertu ekki eins og ég.“
Það er hægt að hæðast að því þegar litið er til alls agaleysis Daly, en ekki er hægt að draga í efa staðfestu Daly að ala son sinn vel upp.
„Hann þarfnast kennslu 5-6 stunda á degi hverjum og ég kenni honum með hjálp Önnu (Cladakis, kærestu hans), sem hefir verið brillíant,“ sagði hann.
„Í 1. bekk fórum við saman í gegnum kennsluprógramm á netinu og 2. bekk fórum við í gegnum sama prógramm með hjálp bóka.“
„John yngri fer um allt með mér, en það þýðir að æfingahringir mínir eru aðeins 9 holur. Menntun hans gengur fyrir , ekki golfið mitt.“
„Þannig að ef ég fer seint út á fimmtudegi, fer ég snemma á fætur og við lærum og ef ég fer snemma út á föstudegi þá snýst þetta við. Það er blessun að hafa hann, en þetta tekur sinn toll.“
„Þetta er næstum fullt starf frá mánudegi til föstudags og svo verð ég að vinna vinnuna mína. En þetta er blessun. John yngri var virkilega feiminn en nú er hann byrjaður að opna sig aðeins. Honum gengur vel.“
Ekkert varir að eilífu, hvernig sem það er og Daly veit að sá tími mun koma þegar hann getur ekki kennt honum lengur, né óraunverulegt líf hans.
„Markmið mitt er að hann verði á undan í skóla fyrir janúar 2015,“ segir Daly.
„Ég hef 5 ár og síðan verð ég á Senior Tour hvort sem er, þar sem dagskráin er ekki eins ströng.“
„Ég get komið honum fyrir í góðum skóla og ekki verið jafnmikið fjarverandi. En sem stendur, get ég ekki verið fjarverandi frá honum lengur en 1-2 vikur.“ „Það er erfitt fyrir mig og enn erfiðara fyrir hann. Við erum líka vanir að vera saman. Eini tíminn sem ég sé hann ekki er þegar ég spila golf.“
John yngri verður með Daly og Cladakis á Evróputúrnum á næsta ári. (2012)
Daly upplýsti líka að eftir meira en 2 áratugi og $1 milljón í sektir fyrir allskyns agabrot á PGA ætli hann að spila á Evróputúrnum.
„Yeah, dagskráin mín er í grunninn spil á Evróputúrnum í staðinn fyrir PGA. Það er gott fyrir okkur öll,“ sagði hann.
„Vitið þið, John yngri hefir farið 2 sinnum með mér í kringum heiminn frá því í júní? Það er brillíant menntun.“
„Og vandinn með golfið mitt er að ég hef þátttökurétt á nokkrum mótum í Bandaríkjunum, en bilið millið móta er svo breitt. Eina leiðin til þess að fá sjálfsöryggi er ef ég fæ að spila í hverri viku og þess vegna vil ég spila í Evrópu.“
Og hann (Daly) bætti við: „Ég á erfitt með að sitja heima.“
Heimild: Belfast Telegraph
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024