Jóhanna Lea varð í 2. sæti á Opna breska áhugamannamótinu!
Þrír íslenskir kvenkylfingar, Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, og GR-ingarnir Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir tóku þátt á Opna breska áhugamannamótinu, dagana 7.-12. júní sl.

Fv.: Ragnhildur Kristins, Jóhanna Lea Lúðvíks og Hulda Clara Gestsdóttir
Opna breska er eitt elsta og jafnframt sterkast áhugamannamót heims fyrir kvenkylfinga og fór það nú fram í 118. skipti í Kilmarnock, Barassie, í Skotlandi.
Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur með höggleiksfyrirkomulagi – 64 efstu kylfingarnir komast áfram í næstu umferð þar sem að holukeppni tekur við. Í holukeppninni eru leiknar 18 holur í hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.
Keppendur eru 144.
Ragnhildur gerði sér lítið fyrir og sigraði í höggleikshlutanum, en hún og Hulda Clara komust ekki áfram í holukeppnishlutanum.
Jóhanna Lea mætti Huldu Clöru í 1. umferð holukeppnishlutans og hafði þar betur 2/0 í hörkuleik.
Ragnhildur mætti Aine Donagan frá Írlandi í 1. umferð holukeppnishlutans, en Donagan endaði í 64. sæti í höggleikskeppninni. Donagan sigraði Ragnhildi 4/3.
Jóhanna Lea, kom sér alla leið í úrslitaviðureignina, þar sem hún átti færi á að sigra í mótinu!
Í 2. umferð, þar sem að 32 leikmenn tóku þátt, var Hazel MacGarvie frá Skotlandi andstæðingur Jóhönnu Leu. MacGarvie er í sæti nr. 169 á heimslistanum og hefur hæst náð að fara í sæti nr. 68 á þeim lista. MacGarvie endaði í 21. sæti í höggleiknum, en Jóhanna hafði betur gegn MacGarvie 2/1.
Í 3. umferð, þar sem að 16 leikmenn tóku þátt mætti fyrrum sigurvegari mótsins, Emily Toy frá Englandi, Jóhönnu. Toy er í sæti nr. 126 á heimslistanum og hefur farið hæst í sæti nr. 77 á þessum lista. Toy endaði í 5. sæti í höggleiknum en Jóhannna hafði betur 1/0 í viðureigninni.
Í 4. umferð, þar sem 8 leikmenn tóku þátt var Írinn Kate Lanigan mótherji Jóhönnu. Lanigan hefur farið hæst í sæti nr. 645 á heimslistanum en hún er í sæti nr. 2605 þessa stundina. Lanigan var einu sæti fyrir ofan Jóhönnu í höggleiknum eða 52. sæti en Jóhanna hafði betur í 3/2 í viðureign þeirra.
Í 5. umferð eða undanúrslitum mætti Jóhanna Skotanum Shannon McWilliam sem endaði í sæti nr. 32 í höggleiknum. McWilliam hefur hæst farið í sæti nr. 76 á heimslistanum en hún er í sæti nr. 174þessa stundina. Jóhnna Lea hafði betur gegn McWilliam og kom sér í úrslitaviðureignina.
Í úrslitaviðureigninni tapaði Jóhanna Lea fyrir heimakonunni Louise Duncan 9&8.

Jóhanna Lea og Louise Duncan, sigurvegari Opna breska áhugamannamótsins 2021
En 2. sætið er langbesti árangur íslensks kylfings í þessari keppni og stórglæsilegur árangur Jóhönnu Leu!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
