Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2022 | 18:00

Jóhanna Lea stigameistari GSÍ meðal kvenkylfinga 2022

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, er stigameistari 2022 á stigamótaröð GSÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhanna Lea er stigameistari.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, varð önnur og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2022, varð þriðja,

Keppt var í fyrsta sinn um stigameistaratitilinn í kvennflokki árið 1989.

Jóhanna Lea lék á alls fjórum mótum af alls sex á tímabilinu. Hún sigraði á einu þeirra, Leirumótinu hjá GS, hún varð einu í öðru sæti í Hvaleyrarbikarnum og í þriðja sæti í B59 Hotel mótinu. Á Íslandsmótinu í golfi endaði hún á meðal 20 efstu.

Til þess að sjá stigalista kvenkylfinga SMELLIÐ HÉR: