Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 09:00

Joe Miller heimsmeistari í „lengsta dræv“-keppni – Myndskeið

Englendingurinn Joe Miller er nýkrýndur heimsmeistari sleggja, þ.e. þeirra sem ná lengsta drævi í heimsmeistaramóti sleggja.

Joe Miller sigurvegari á heimsmeistaramóti sleggja 2016

Joe Miller – heimsmeistari sleggja –  sigurvegari á heimsmeistaramóti sleggja 2016

Heimsmeistaradræv Miller var 423 yarda eða 387 metra.

Á síðasta keppnistímabili PGA Tour (2015-2016) sem var að ljúka, en nýtt tímabil hefst með Safeway mótinu í þessari viku var Justin Thomas högglengstur PGA Tour kylfinganna þegar hann náði  414-yarda (379 metra) drævi á WGC Bridgestone Invitational.

Það var lengsta dræv ársins 2016 og aðeins 7 kylfingum tókst að vera með dræv lengri en 400 yarda (366 metra)

Sjá má myndskeið af heimsmeistaramóti sleggja og sigurdrævi Miller upp á 423 yarda með því að SMELLA HÉR: