Jocelyne Bourassa látin
Kanadíski kylfingurinn Jocelyne Bourassa er látin.
Hún lést 3. ágúst sl. af fylgikvillum heilabilunar (ens. complications of dementia).
Jocelyne fæddist í Shawinigan í Quebec, Kanada 30. maí 1947 og var því 74 ára þegar hún lést.
Hún átti frábæran áhugamannaferil vann á unglingamótum í Quebec, 1963, 1964 og 1965 og einnig sigraði hún á Canadian Women´s Amateur. Hún var kanadískur meistari 1971 og gerðist síðan atvinnumaður í golfi fyrir u.þ.b. 40 árum síðan þ.e. 1972.
Bourassa nam íþróttafræði við Université de Montréal þar sem hún lagði m.a. stund á og var í blak-, körfubolta- og skíðaliði skólans og að auki í liði skólans í frjálsum.
Bourassa spilaði á LPGA á árunum 1972-1979 og var m.a. valin nýliði ársins á LPGA fyrir u.þ.b. 40 árum síðan, 1972. Sama ár hlaut hún Bobbie Rosenfeld Award sem veitt er besta kveníþróttamanni Kanada. Eins varð hún sama ár tekinn í Order of Canada. Ári síðar vann hún fyrst kvenna La Canadienne golfmótið, sem er eini sigur hennar á LPGA.
Árið 1995 var Bourassa tekin í frægðarhöll Quebec og 1996 í frægðarhöll Kanada.
Golfsamband Kanada talar um Bourassa sem „La Grande Dame du Golf“ í minningargrein sem lesa má á vefsíðu LPGA með því að SMELLA HÉR
Margir hafa vottað aðstandendum Bourassa samúð sína m.a. kanadísku kvenkylfingarnir Alena Sharp og Brooke Henderson.
Golf 1 vottar aðstandendum Jocelyne Bourassa samúð.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


