Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2016 | 13:00

Jimmy Hitchcock látinn

James Hitchcock (betur þekktur undir gælunafni sínu Jimmy) er látinn  85 ára að aldri. Dánarstaður hans var í Belgíu en þar bjó hann á efri árum sínum. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Stephanie.

Jimmy Hitchcock fæddist Bromley, Kent í Englandi árið 1930. Hann sigraði í fjölmörgum atvinnumannamótum m.a.  British Masters árið 1960;East Rand Open í Suður-Afríku 1961 og  Agfa-Gevaert Tournament 1965.

Hann var valinn í lið Íra&Breta sem keppti í Ryder bikarnum 1965 g. liði Bandaríkjamanna, en tapaði öllum 3 leikjum sínum.

Í Rydernum ´65 beið Jimmy lægri hlut fyrir ekki minni mönnum en sjálfri golfgoðsögninni Arnold Palmer og þreföldum risamóts-sigurvegarnum Julius Boros en, þeir tveir voru meðal bestu kylfinga samtíðar sinnar.

Hitchcock spilaði í 2 risamótum golfsins (tók aldrei þátt í Opna bandaríska eða PGA Championship) og var besti árangur hans T-11 í Opna breska 1959.

Blessuð sé minning góðs kylfings!