Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2013 | 19:30

Jiménez leiðir þegar Opna breska er hálfnað

Það er spænski kylfingurinn Miguel Angel Jiménez sem leiðir þegar Opna breska á Muirfield er hálfnað.

Jiménez er búinn að spila á samtals 3 undir pari, 139 höggum (68 71).  Jiménez, sem verður 50 ára, 5. janúar n.k. hefir aldrei sigrað á risamóti en besti árangur hans er T-2 árangur á Opna bandaríska og á Opna breska er besti árangur hans T-3.

Fast á hæla Jiménez eru Svíinn Henrik Stenson, Lee Westwood, Tiger Woods og Dustin Johnson, sem allir eru búnir að leika á 2 undir pari.

Argentínumaðurinn Angel Cabrera er líka á samtals 2 undir pari, en á eftir að leika 1 holu.

Nokkrir góðir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð en þeirra á meðal voru Luke Donald, Jim Furyk, Justin Rose, Nick Watney, Thorbjörn Olesen, Tom Watson, Vijay Singh, Rickie Fowler, Robert Karlsson, Matteo Manassero og síðast en ekki síst Rory McIlroy og Nick Faldo.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Opna breska SMELLIÐ HÉR: