Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2014 | 10:00

Jimenez kvænist á ný

Spænski kylfingurinn litríki, Miguel Angel Jimenez, er þekktur fyrir að lifa ljúfa lífinu, þ.e. hvað varðar vindla og hraðskreiða bíla og nú hefir hann gengið í það heilaga með hjákonu sinni til margra ára, hinni austurrísku Súsönnu Styblo.

Annað sem Jimenez er þekktur fyrir eru afar óvenjulega upphitunaræfingar, en það er nú aftur efni í aðra grein.

Óvenjulegar upphitunaræfingar Jimenez fyrir mót eru víðfrægar!

Óvenjulegar upphitunaræfingar Jimenez fyrir mót eru víðfrægar!

Jimenez varð í 4. sæti á Masters í s.l. mánuði og stefnir að því að verða elstur í Ryder Cup liði Paul McGinle nú í ár. Hann var sjálfur fyrirliði liðs Evrópu í EvrAsíu bíkarnum fyrr á árinu.

Hjónakornin Miguel Ángel og Súsanna kvæntust á golfvelli Jimenéz í Torremolinos og voru hamingjan uppmáluð.

Súsanna kom til athafnarinnar í svörtum Rolls Royce í eigu Jimenez.

Miguel Angel kyssir Súsönnu JImenéz!

Miguel Angel kyssir Súsönnu Jimenéz!

Miguel Ángel var áður kvæntur Monserrat Ramirez (frá árinu 1991) og eiga þau tvo stráka, Miguel Ángel fæddan 1995 og Victor fæddan 1999.

Miguel Angel JImenez og eiginkona hans Monserat Bravo Ramirez meðan allt lék í lyndi á Ryder Cup 2008 í Louisville, Kentucky.

Miguel Angel Jimenez og eiginkona hans Monserat Bravo Ramirez til 22 ára (1991-2013) meðan allt lék í lyndi á Ryder Cup 2008 í Louisville, Kentucky.