Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2015 | 08:00

Jiménez gerir golffatnaðarsamning við Bobby Jones

Spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez hefir gert samning við Bobby Jones um að klæðnast golffatnaði fyrirtækisins.

Jíménez sem hefir verið valinn „áhugaverðasti kylfingurinn“ mun klæðast Bobby Jones vorlínunni 2015 í fyrsta sinn á móti Evrópumótaraðarinnar Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hefst í þessari viku.

Jiménez mun klæðast allri línu Bobby Jones þ.á.m. lúxus merkjaprjónapeysum, bolum og buxum Boby Jones árið 2015.

„Ég er mjög ánægður með að verða fulltrúi Bobby Jones,“ sagði Jiménez m.a. í fréttatilkynningu.  „Lykilkrafa mín þegar ég valdi mér golfklæðnað fyrir 2015 var að velja bestu mögulegu bómullarbolina, sem væru fáanlegir ….. það er svo mikilvægt að maður hafi þægindatilfinningu allan tímann á golfvellinum til þess að maður hafi sjálfstraust í leik sínum og manni sjálfum.“

Sjá má golffatnaðinn frá Bobby Jones með því að SMELLA HÉR: