Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 10:30

Jimenez einn af 25 sem fá undanþágu til að spila í Opna bandaríska

Vélvirkinn, m.ö.o. spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez var meðal 25 kylfinga sem tilkynnt var um á þriðjudag að fengju undanþágu til þess að spila á Opna bandaríska risamótinu, sem fram fer í næsta mánuði, þ.e. 12.-15. júní í Pinehurst, Norður-Karólínu.

Bandaríska golfsambandið (US Golf Association) sagði að Jimenez hefði verið í 2. sæti árið 2000 á Opna bandaríska og hinir hefðu fengið undanþágu á grundvelli þess að þeir hefðu verið meðal efstu 60 kylfinga á heimslistanum miðað við mánudaginn s.l.

Tilkynningin kom minna en 10 dögum frá því að hinn 50 ára Jimenez bætti eigið aldursmet þegar hann vann í eftirminnilegum bráðabana á Opna spænska.

14 af 21 titli Jimenez hafa unnist eftir að hann varð 40 ára og hann sýndi svo sannarlega að hann er enn meðal þeirra bestu í heimi, þegar hann varð í 4. sæti á Masters risamótinu í apríl s.l.

Jimenez er sem stendur í 27. sæti á heimslistanum.

Aðrir (þ.e. hinir 24) sem hljóta þátttökurétt á Opna bandaríska vegna stöðu sinnar meðal efstu 60 á heimslistanum eru: Thomas Björn, Jonas Blixt, Jamie Donaldson, Victor Dubuisson, Harris English, Matthew Every, Stephen Gallacher, Russell Henley, Thongchai Jaidee, Matt Jones, Chris Kirk, Pablo Larrazabal, Joost Luiten, Francesco Molinari, Ryan Moore, Ryan Palmer, Ian Poulter, Patrick Reed, John Senden, Kevin Stadler, Richard Sterne, Brendon Todd, Jimmy Walker og Lee Westwood.

Tvö úrtökumót fóru fram,  annað á sunnudaginn, 25. maí 2014 í Nara International Golf Club í Japan þar sem 6 hlutu þátttökurétt á Opna bandaríska. Þeir sem hlutu þátttökurétt á Opna bandaríska í Japan voru sigurvegari mótsins: Wen-Chong Liang frá Kína (en þetta er í fyrsta skipti sem hann spilar á Opna bandaríska) og þeir: Kiyoshi Miyazato, Kyoung-Hoon Lee, Toru Taniguchi, Azuma Yano og David Oh.

Hitt úrtökumótið fór fram á mánudeginum s.l. 26. maí 2014 á Walton Heath í Surrey á Englandi þar sem 14 hlutu þátttökurétt m.a. írski kylfingurinn Shane Lowry, sem sigraði glæsilega í mótinu. Hinir 13 sem hlutu þátttökurétt í gegnum úrtökumótið voru: Niclas Fasth, Simon Griffiths, Graeme Storm, Marcel Siem, Max Kieffer, Chris Doak, Garth Mulroy , Brooks Koepka, Oliver Fisher, Andrea Pavan, Lucas Bjerregaard , Tom Lewis og Indverjinn Shiv Kapur, en þetta er í fyrsta sinn sem Kapur tekur þátt í Opna bandaríska.