Jiménez: „Clarke á skilið að verða fyrirliði“
„Darren Clarke átti skilið að vera útnefndur fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2016,“ var meðal þess sem spænski kylfingurinn, 51 árs, Miguel Ángel Jiménez sagði eftir að niðurstöður 5 manna valnefndar lágu fyrir.
Þó að Jiménez segðist vera „svolítið vonsvikinn,“ gerði hann það alveg ljóst að hann byði fram krafta sína til þess að aðstoða Clarke í Hazeltine sem aðstoðarfyrirliði.
„Ég sendi Darren SMS í gær bara til þess að óska honum til hamingju og til þess að segja honum að ég viti að hann muni standa sig vel,“ sagði Jiménez.
„Ég hringdi ekki í hann vegna þess að ég veit að hann er mjög upptekinn, en ég vildi segja til hamingju og ef hann þarfnist einhvers frá mér þegar hann er fyrirliði þá þurfi hann bara að hringja í mig.“
„Hann á alveg jafnmikið skilið og ég að vera fyrirliði. Ég myndi alveg hreint elska það að verða fyrirliði einhvern daginn en ég er ánægður fyrir hönd Darren vegna þess að hann hefir gert mikið fyrir Evróputúrinn.“
Clarke kemur til eð að feta í fótspor Paul McGinley, sem leiddi lið Evrópu til sigurs á móti Bandaríkjaönnum í Rydernum í Gleneagles, Skotlandi árið 2014.
Á meðan að Clarke hefir átt í vandræðum með leik sinn er Jiménez enn að og vann m.a. mót á öldungamótaröð PGA þ.e. á Champions Tour í s.l. mánuði.
Jiménez hefir spilað í 4 Ryder bikarskeppnum og meðan hann var í liðinu ,vann lið Evrópu í öll skiptin. Eins hefir Jiménez verið varafyrirliði í Rydernum 1997, 2012 og 2014.
Jiménez sagði loks: „Fyrir mér er Ryderinn mjög mikilvægur og ég myndi alltaf vilja vera með á einhvern hátt. Ég grei ráð fyrir að besta leiðin fyrir mig að vera með sé að spila. Maður veit aldrei – kannski sjáið þið mig í næsta Rydernum ásamt kylfunum mínum (þ.e. í sjálfu liðinu)!!!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
