Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2015 | 08:45

Jiménez beinir athygli sinni annað eftir vonbrigði með að fá ekki Ryder fyrirliðastöðuna

Miguel Angel Jimenez mun nú beina athygli sinni á aðrar brautir eftir að valnefnd á fyrirliða næsta Ryder bikars liðs Evrópu, sem keppa mun í Hazeltine í Bandaríkjunum 2016, valdi einróma Darren Clarke.

Í valnefndinni áttu sæti fyrrum fyrirliðar í Ryder bikars liðum Evrópu Paul McGinley, Jose Maria Olazabal and Colin Montgomerie, framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar George O’Grady og fulltrúi leikmanna David Howell.

Valið var Jiménez mikil vonbrigði.

Bæði Jiménez og Daninn Thomas Björn höfðu verið orðaðir við stöðuna og sagði O´Grady að þeir báðir væru svo sannarlega inn í myndinni varðandi val á fyrirliða Ryder bikarsins í framtíðinni

Hinn 51 árs Jiménez segist ætla beita athygli sinni að því að bæta fyrra met sitt sem elsti sigurvegari á Evróputúrnum, en hann tekur þátt í  Hero Indian Open.

Öfugt við Clarke hefir Jiménez gengið ágætlega á mótum undanfarið, en hann sigraði nú síðast í janúar s.l. á Mitsubishi Electric Championship, sem er mót á Champions Tour, en öllu lengra er síðan að Clarke hefir sigrað á nokkru móti.

Svo er bara að sjá til hvort Clarke tekst að viðhalda sigurgöngu Evrópu og sjái til þess að Evrópa vinni 4. sigur sinn í röð í keppninni þegar mótið fer fram á Hazeltine 2016, en lið Bandaríkjanna vann síðast árið 2008 á velli Valhalla golfklúbbsins í Kentucky.