Jimenez á „heimavelli“ í Austurríki
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Lyoness Open powered by Greenfinity, sem fram fer í Atzebrügg, Austurríki dagana 5.-8. júní n.k. og hefst því á morgun.
Spánverjinn, Miguel Ángel Jiménez verður á „heimavelli“ vegna þess að hann á nú heimili í Vín, Austurríki (passar það ekki vel að vínunnandinn Jimeénez eigi heimili þar? 🙂 eftir að hann kvæntist konu sinni hinni austurísku Susanne.
Þau kynntust einmitt á Lyoness mótinu en Susanne er mikill kylfingur, sem elskar að spila golf.
Þau hjónakornin voru einmitt á golfvellinum í gær, en Jiménez kaus að spila æfingahringinn sinn með konunni sinni.
Eftir æfingahringinn sagði hann við m.a. við blaðamenn:
„Veðrið var frábært og ég skemmti mér vel í dag. Ég elska að spila með konunni minni – hún er góður kylfingur og er með 9 í forgjöf og þekkir völlinn. Þetta var mjög gott og afslappað og allir skemmtu sér. Ég var að slá vel og er ánægður með leikinn minn þannig að vonandi skilar það sér í mótinu og vonandi spila ég vel.“
„Völlurinn er í góðu ásigkomulagi og reynir á alla þætti í leik manns. Maður verður að dræva vel vegna þess að sumar brautirnar eru langar og sumar brautirnar eru þröngar. Þannig að maður verður að vera beinn og nokkur aðhöggin eru vandasöm, sem setur mikla pressu á stuta spilið hjá manni. Þetta er góður völlur og mér líkar við hann.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
