Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2017 | 18:55

Jim Furyk langar til að verða fyrirliði Bandaríkjamanna í Rydernum

Jim Furyk , maðurinn með eina furðulegustu sveiflu meðal atvinnukylfinga, myndi elska það að vera fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum og sækist eftir stöðunni 2018.

Liði Bandaríkjanna tókst að sigra lið Evrópu á Hazeltine á síðasta ári undir forystu Davis Love III.

Næst fer Ryderinn fram á Le Golf National í Paris og þá á lið Evrópu auðvitað harma að hefna.

Í grein (sem birtist í dag) í Telegraph er því slegið fram að Furyk sé meðal þeirra helstu sem komi til greina í fyrirliðastöðuna.

Í valnefnd eiga sæti Davis Love III, 14-faldi risamótssigurvegarinn Tiger og Phil Mickelson og má lesa út úr greininni að val valnefndarinnar hverfist um tvo þá álitlegustu Fred Couples og Jim Furyk.

Það er ástæða fyrir að valnefndin starfar,“ sagði Furyk í síðasta mánuði. „Ef þeir ákveða 2018, 2020, 2022, eða hvenær sem er að ég sé rétti maðurinn, myndi ég elska að taka fyrirliðastarfið (í Rydernum) að mér.“

Furyk hefir m.a. gegnt stöðu varafyrirliða liðs Bandaríkjanna og verið í Ryder bikarsliðum Bandaríkjanna.