Jeff Overton hent út af háskólakörfuboltaleik
PGA Tour kylfingurinn, Jeff Overton, sem spilaði golf með háskólaliði Indiana University í bandaríska háskólagolfinu er mikill aðdáandi körfuboltaliðs skólans The Hoosiers.
S.l. þriðjudag var Overton hent út af Madison Square Garden í New York þegar The Hoosiers spiluðu við Louisville.
Overton sem útskrifaðist frá Indiana háskóla 2005 viðurkenndi á Twitter að honum hefði verið hent út, en eyddi síðan skilaboðunum.
Óljóst er af hverju Overton var vikið út af Madison Garden.
Fyrir 3 árum lenti Overton í kasti við lögin vegna óláta á Hoosiers leik. Eftir leik við lið Kentucky þann 14. desember 2011 var Overton handtekinn vegna ölvunar á almannafæri og óláta. Fyrr um daginn hafði Overton gefið fyrrum háskóla sínum $50,000 tékka.
Snemma næsta morgun (þ.e. kl. 3 um nóttina) stöðvaði lögregla för hans þar sem hann var að hrópa ókvæðisorð að farþegum úr limmósínu sinni. Lögreglan sagði að Overton hefði verið erfiður viðfangs og hefði neitað að sanna á sér deili og koma út úr bifreiðinni. Lögreglan færði Overton úr bílnum og handtók hann, en Overton fannst lögreglan fara offari gegn sér.
Overton, sem þegar hefir komist í gegnum 4 af 5 niðurskurðum það sem af er 2014-15 PGA Tour tímabilsins, spilaði síðast á OHL Classic í Mayakoba.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
