Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2011 | 07:00

Jeff Overton ákærður fyrir mótþróa við handtöku

Bandaríski kylfingurinn Jeff Overton á yfir höfði sér 3 ákærur fyrir mótþróa við handtöku í Indiana í Bandaríkjunum, en lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann fyrir óspektir og ölvun á almenningsfæri skv. heimild NewsCore í gær (föstudaginn 16. desember 2011).

Overton, 28 ára, dró að sér athygli lögreglu þegar hann öskraði úr limósínu sinni, sagði í WFIE-sjónvarpsstöðinni í Evansville, Indiana, en hún hafði það eftir heimildarmanni innan lögreglunnar.

Overton, sem var í Ryderbikarsliði Bandaríkjanna árið 2010, var ákærður fyrir svipuð brot 2007, en ákæran á hendur honum þá var látin falla niður. Hann var líka ákærður fyrir ólöglega neyslu árin 2001 og 2003, þegar hann var undir lögaldri.

Hinn skapstóri Overton, (oft uppnefndur „Boom Baby“ eftir viðbrögð hans í Ryderbikarnum 2010, eftir frábært högg hans (sjá myndskeið hér fyrir neðan)) hafði fyrr um kvöldið verið á körfuboltaleik í háskóla til þess að afhenda tékka f.h. PGA, en tékkinn var liður í frumkvæðisátakinu „Play Golf America“ styrktu af PGA, LPGA, bandaríska golfsambandinu og PGA of America.

Hér má sjá myndskeið af krimmanum Overton í Ryderbikarnum: BOOM BABY

Heimild: Golfweek