Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2015 | 18:15

JBS hættir við Wozniacki einbeitir sér nú að Cristiano Ronaldo

JBS nærfataframleiðandinn danski hefir haft fyrrum heitkonu nr. 1 í golfinu, Caroline Wozniacki, (á mjög ábatasömum samningi fyrir Caro) hjá sér sem módel nærfatnaðar síns, frá árinu 2012.

Sjá má myndskeið af myndatökum með Caro sem módel fyrir JBS með því að SMELLA HÉR: 

Nú hefir JBS ákveðið að endurnýja ekki samninga við fyrrum nr. 1 í tennisnum Wozniacki en ætlar  að einbeita sér að knattspyrnukappanum portúgalska, Cristiano Ronaldo í staðinn.

„Við höfðum vonast til að ná tökum á markaðnum, en áhrif CR7 (nærfatalínu Ronaldo) hefir verið mun meiri en okkur dreymdi um. Þannig að það er best fyrir fyrirtækið að hætta samstarfi við Caroline Wozniacki,“ sagði framkvæmdastjóri JBS, Morten Alstrup í samtali við Ekstra Bladet.

Alstrup var ekki að draga fjöður yfir kaldhæðni skiptanna úr Wozniacki yfir í Ronaldo, en hann sagði:

„Caroline Wozniacki var ein af ástæðunum fyrir að við náðum í Cristiano Ronaldo.“

„Hann var búinn að sjá að Caroline þorði að láta taka myndir af sér á nærfötunum einum og honum líkuðu myndirnar.“

Fyrrum nr. 1 í tennisnum og fyrrum kærasta Rory, þ.e. Caro er nú í Nýja-Sjálandi þar sem hún spilar í ASB Classic, sem hófst í Auckland, í gær.