Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2015 | 18:00

Jason Day og kona hans Ellie eignuðust dótturina Lucy í gær!

Frábært ár hjá Jason Day er alltaf að verða betra og betra.

Ekki bara á Day 28 ára afmæli í dag – Hann varð líka pabbi í 2. sinn í gær þegar kona hans Ellie Day fæddi þeim hjónum dótturina Lucy Adenil.

Móður og dóttur líður vel.  Fyrir eiga þau hjón soninn, Dash Day 3 ára.

Það var Golf Australia sem fyrst tvítaði gleðifréttirnar.

Tvöföld ástæða til að óska Jason Day til hamingju í dag!!!

Day var búinn að tilkynna að hann myndi sleppa Australian Open til þess að verja tíma með fjölskyldu sinni en næsta mót á dagskrá hjá honum er 3.-6. desember en það er Hero World Challenge, sem er fyrsta mót hans eftir Forsetabikarinn alías Presidents Cup.