Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 13:00

Jason Day hlýtur Greg Norman viðurkenninguna

Jason Day hlaut í nótt verðlaun, sem eiga eflaust eftir að verða ein þau eftirsóttustu í golfi í Ástralíu, Greg Norman viðurkenninguna en hún var afhent í fyrsta sinn í nótt á Gullnu Ströndinni (ens. Gold Coast), í Ástralíu.

Viðurkenningin er veitt þeim ástralska kylfingi, sem stendur sig best alþjóðlega.

Þetta er 2. ástralska stórviðurkenningin sem Day hlýtur í Ástralíu, en hann hafði áður hlotið The Don Award frá áströlsku íþróttafrægðarhöllinni (ens.: Australian Sports Hall of Fame) í október s.l.

Af hálfu ástralsks golfiðnaðar óska ég Jason til hamingju með að hljóta fyrstu Greg Norman medalíuna og vil koma á framfæri hversu stolt við erum öll af afrekum hans á þessu ári,“ sagði Brian Thorburn, framkvæmdastjóri ástralska PGA.

Jason er dásamlegur sendiherra golfs og það er frábært að sjá hann bæta við Greg Norman medalíunni á árangurslista sinn.“

Greg Norman, sem var viðstaddur afhendingu fyrstu viðurkenningarinnar tók undir með Thoburn:

Jason hefir borið höfuð og herðar yfir allra aðra kylfinga bæði karl- og kvenkyns og hann er frábær fulltrúi ástralsks golfs.“

Day var ekki viðstaddur afhendinguna en var í sambandi um gervihnött og sá þegar móðir hans Dening Day tók við verðlaununum úr hendi Greg Norman f.h. sonar síns.

Það er heiður og forréttindi að vinna Greg Norman medalíuna og það setur punktinn á ótrúlegt ár,“ sagði Day m.a.

Ég við þakka ástralska PGA fyrir að veita viðurkenninguna ásamt Greg Norman og fyrir stuðning þeirra s.l. 10 ár.“

Jarrod Lyle var einnig verðlaunaður en hann hlaut m.a. the PGA TOUR’s Courage Award eftir að hafa haft tvívegis betur í baráttu við hvítblæði (ens. acute myeloid leukemia).

Sjá má meira um þessa áströsku verðlaunaafhendingu á vegum ástralska PGA með því að SMELLA HÉR: