Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 09:00

Jason Day ekki með í heimsbikarnum

Nr. 1 á heimslistanum Jason Day hefir dregið sig úr heimsbikarnum  (World Cup of Golf) vegna bakmeiðsla.

Hljómar þetta kunnuglega? Tiger hefir ekki borið barr sitt eftir að hafa gengist undir tvo bakuppskurði.

Hinn 28 ára gamli Day hafði skráð sig í Australian Open, sem fram fer í Sydney 17.-20. nóvember áður en hann hæfi titilvörn sína í heimsbikarnum ásamt Adam Scott í Melbourne, vikuna þar á eftir.

En tognuð sin í mjóbaki í lok PGA Tour, sem varð til þess að hann missti af BMW Championship og the Tour Championship, í FedEx Cup umspilinu, hefir nú orðið til þess að læknateymi hans ráðlagði honum að hvílast aðeins lengur.

Jason Day lét frá sér fara eftirfarandi yfirlýsingu á Twitter: „Mér þykir leitt að tilkynna um þessar fréttir, en þetta er besta ákvörðunin varðandi endurhæfingu mína. Þakka áströlskum áhangendum mínum fyrir þolinmæði ykkar og skilning.“

Day, sem sigraði á Opna bandaríska 2015 sagði jafnframt: „Mér þykir leitt að komast ekki til Ástralíu í ár. Ég hlakkaði til að spila í Australian Open og spila síðan saman með Adam Scott, á einum uppáhaldsgolfvalla minna, Kingston Heath, vikuna á eftir.“

„Ætlun mín er að koma heim til Ástralíu 2017. Bestu kveðjur til allra í Sydney (á Opna ástralska) og til Adam og Team Ástralíu í Melbourne á heimsbikarnum. Ég met mikils skilning og þolinmæði ástralskra áhangenda minna.“

Day hefir einnig dregið sig úr góðgerðarmóti gegn Rory McIlroy – ‘Battle for a Cause’, en þar átti að safna saman fé fyrir bágstadda í, heimalandi móður Day, Filipseyjum.