Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2012 | 14:00

Jarrod Lyle telur að gifting hans komi til með að hafa góð áhrif á golfleik hans

Ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle telur að hamingja hjónabands hans muni skila sér í golfleik hans.

Lyle kvæntist ástinni sinni, Briony 10. desember s.l. í Shepparton í Ástralíu. Jarrod og Briony játtust hvort öðru í lítilli athöfn innan um nánustu vini og fjölskyldu.

Briony og Jarrod

Athöfnin fór fram á heimili afa og ömmu Jarrod, John og Joy, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli fyrr á árinu 2011.

Nú er Jarrod mættur í Waialae Country Club, þar sem Sony Open hefst í kvöld.

Jarrod Lyle spilar aftur á PGA Tour vegna þess að hann varð í 5. sæti í Q-school viku fyrir brúðkaup sitt (og er vonandi að hann hafi rétt fyrir sér varðandi áhrif giftingar á golf!)

Heimild: The Syndney Morning Herald & ceremoniesofchoice.com