
Jarrod Lyle í 1. sæti eftir 1. dag Opna ástralska – Tiger spilaði á 68 höggum!
Það er heimamaðurinn Jarrod Lyle, sem er í 1. sæti eftir 1. dag Opna ástralska. Hann kom í hús á glæsilegum 65 höggum, -7 undir pari. Lyle spilaði skollafrítt, fékk 5 fugla og örn á par-5 14. brautinni. Höggi á eftir eru Bandaríkjamennirnir Nick Watney og Dustin Johnson og deila þeir því 2. sætinu. Í 4. sæti er Fred Couples ásamt 2 öðrum, en þeir komu í hús á -5 undir pari, 67 höggum hver.
Og þá er komið að fréttum dagsins: Tiger Woods var að spila frábært golf í dag! Hann kom inn á 68 höggum og deilir 8. sætinu eftir 1. dag með 5 öðrum kylfingum, þ.á.m. landa sínum Bubba Watson og áströlskum áhugamanni með því skemmtilega nafni Jake Higginbottom. Á skorkorti Tiger voru 4 fuglar og ekki nokkur einasti skolli. Frábært… og æðislegt að leiðindakynþáttaníð fyrrum kylfisveins hans, Steve Williams hafi ekki haft nein áhrif á hann!
Af Adam Scott og Steve Williams er það að frétta að Adam er í 14. sæti ásamt 10 löndum sínum, þ.á.m. Jason Day og Bandaríkjamanninum John Cook. Allir í 14. sæti spiluðu á 69 höggum, þ.e. -3 undir pari. Skorkort Adams var heldur betur skrautlegt í dag, en skrautfjöðurin á því var glæsilegur albatros sem Adam fékk á par-5, 8. brautinni (að öðru leyti fékk hann fjóra skolla og fjóra fugla). Glæsilegur albatros hjá Adam Scott!
Stöðuna eftir 1. dag á Opna ástralska má sjá með því að smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024