Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 20:00

Ryder Cup 2014: Jamie Donaldson hefir áhyggjur….

Jamie Donaldson, 38 ára,  hefir áhyggjur…. af borðtenniskunnáttu sinni! 🙂  … jafnvel meiri en af því að ráða við PGA Centenary völlinn … sem hann þekkir út og inn

Nýliðinn í Ryder bikars liði Evrópu tryggði sér sætið í liðinu með því að sigra á Czech Open og er sá fyrsti í 12 ár frá Wales til þess að spila í Rydernum, en allt frá því Philip Price var í liðinu 2002.

Ryder bikarinn er þekktur fyrir að leikmenn beggja liða spila borðtennis til þess að róa taugarnar.

Því virðist öðruvísi farið með Donaldson …. a.m.k. var hann úrvinda eftir borðtennisleik við Thomas Björn.

„Ég spilaði borðtennis við Thomas Björn, sem var í peysu en ég var bara í stuttermabol og það draup af mér svitinn meðan það sást alls enginn dropi á honum og hann vann mig 3-0,“ sagði Donaldson hálf sjokkeraður.

„Hann var að stríða mér í allan morgun og ég hlakka til að spila aftur við hann í kvöld.“

„Þegar ég talaði við Sergio (Garcia) þá sagði hann: „Ha? Thomas? Vann hann þig 3-0?“  Mér er sagt að Sergio sé mjög góður.  Það eru ansi hreint margir góðir leikmenn/ (þ.e. kylfingar sem eru góðir í borðtennis í Ryder bikars liði Evrópu)

„Það er í raun undarlegt að ég hef aldrei spilað við kylfing sem ekki er góður í borðtennis.“

„Það er hægt að vera í snóker og sumir duga ekkert en allir virðast vera góðir í borðtennis, sem er stórskrítið!!!“