Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2011 | 08:00

Jake Higginbottom – einn efnilegasti kylfingur Ástralíu – spilar á Opna ástralska

Eftir 1. dag Opna ástralska var hið 17 ára ástralska golfundrabarn, með skrítna nafnið Jake Higginbottom í 8. sæti ásamt sjálfum Tiger Woods. Nú þegar Opna ástralska er hálfnað er hann kominn í gegnum niðurskurð.

Higginbottom er nr. 28 á lista yfir bestu áhugamenn í heiminum. Jake var strax 10 ára gamall farinn að spila á golfmótum víðsvegar um Ástralíu og oftar en ekki vann hann. Honum hefir verið líkt við Jim Ferrier, sem var fyrsti Ástralinn til þess að vinna risamótstitil (PGA Championship 1947).  Hvort Higginbottom rís undir samanburðinum mun framtíðin ein leiða í ljós. Í ár vann hann m.a. Keperra Bowl Championship í Ástralíu og má sjá myndskeið sem var sett saman eftir sigur Jake Higginbottom með því að smella HÉR: 

Higginbottom er nafn sem vert er að leggja á minnið!