Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2014 | 13:30

Jafnvel þeim bestu getur orðið á! – Myndskeið

Nú þegar hver stórvöllurinn á fætur öðrum fer að opna fyrir leik hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki úr vegi að minna kylfinga á að golfið er oft á tíðum pirrandi leikur.

Þetta getur verið allt frá því að ná ekki bolta upp úr sandglompu og ná ekki boltum úr ómögulegum legum í að slá boltann í vatnshindrun eða út fyrir brautarmörk. Eða ekkert virðist ganga sama hvað gert er.  Alltaf sama lummulega, slæma skorið!

En það á ekki bara við um þá sem eru að dusta rykið af settinu og fara að spila nú í sumar heldur eiga þeir allra bestu líka sínar frústrerandi stundir á vellinum!

Það sem verra er, er að geðluðrur viðkomandi kylfinga, sem reyndar eru ekki til eftirbreytni,  eru vendilega festar á filmu og hægt er að rifja slæmu atvik þeirra upp aftur og aftur.

Hér fer ein samantektin yfir fyndin högg sem misfarist hafa hjá stjörnunum og í mörgum tilvikum fremur óíþróttamannslegum viðbrögðum þeirra þegar ekki gengur vel.

Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: