Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2017 | 08:00

Jack Nicklaus spilaði á 6 höggum undir aldri!

Í þessari viku snýst allt um eina af 3 golfgoðsögnum …. auðvitað Arnie, því í dag hefst fyrsta Arnold Palmer Invitational frá því að konungurinn, Arnold Palmer, lést í september s.l..

En það þýðir ekki að einhvere önnur af golfgoðsögnunum geti ekki átt sín stjörnumóment undir Flórídasólinni.

Jack Nicklaus var einn af mörgum toppkylfingum sem tóku þátt í árlegu góðgerðarmóti Ernie Els s.l. mánudag í Palm Beach Gardens, Flórída.

Mótið er haldið til styrktar einhverfum, en líkt og flestir golfáhangendur vita á Ernie Els einhverfan son.

Og Jack Nicklaus brilleraði – spilaði hringinn á 71 höggi eða 6 höggum undir aldri sínum!!!

Lið Nicklaus varð í 2. sæti í liðakeppni mótsins.

Nicklaus skrifaði eftirfarandi um afrek sitt: „Svona rétt þegar forgjöfin var að hækka þurfti ég að fara og ekki bara ná 2. hring mínum undir 80, síðan í nóvember, heldur spila 6 höggum undir aldri með 71. En í alvöru, þetta var frábær dagur fyrir golf til að ná saman peningum fyrir hina ótrúlegu vinnu sem vinir mínir Ernie og Liezl Els vekja athygli á og styrkja en talið er að 1 af hverjum 68 börnum í Bandaríkjunum séu einhverf. Ég er ánægður að hafa getað tekið þátt með þeim stórhjörtuðu áhugamönnum og atvinnumönnum í hinu 9. árlega Els for Autism Pro-Am,( en mótið hefir undanfarið 8 ár farið fram á undan Arnold Palmer Invitational). Ég man ekki eftir að hafa fengið svona stóran verðlaunagrip fyrir 2. sætið á öllum ferli mínum!