
Íþróttamenn ársins hjá GSÍ: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Ólafur Björn Loftsson, NK
Á hverju ári velja sambönd tiltekinna íþróttagreina, íþróttamenn ársins innan sinna vébanda. Að höfðu samrráði við afreksnefnd GSÍ valdi Golfsamband Íslands þau Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir, GR og Ólaf Björn Loftsson, NK, kylfinga ársins 2011. Kylfingar ársins hjá GSÍ 2010 voru: Birgir Leifur Hafsteinsson, GKG og Tinna Jóhannsdóttir, GK.
Ólafía Þórunn, GR var að mati stjórnar GSÍ valin kvenkylfingur ársins 2011. Ólafía Þórunn er þrefaldur Íslandsmeistari, í höggleik, holukeppni og með kvennasveit GR í sveitakeppni GSÍ 2011. Eins varð Ólafía Þórunn klúbbmeistari GR, 2011. Ólafía stundar nám og spilar með golfliði eins sterkasta háskólaliðs í Bandaríkjunum, Wake Forest. Hún spilaði ekki í öllum mótum Eimskipsmótaraðarinnar í sumar, en varð samt í 2. sæti á stigalistanum. Ólafía Þórunn er í afrekskylfingahóp GSÍ 2012.
Ólafur Björn, NK, hlýtur titilinn kylfingur ársins. Ólafur átti frábært ár 2011, þegar hann varð fyrstur íslenskra kylfinga til þess að spila á sterkustu golfmótaröð heims, PGA mótaröðinni. Hann hlaut þátttökurétt á Wyndham mótinu á PGA mótaröðinni eftir sigur í Cardinal mótinu, sem er eitt sterkasta áhugamannamót, sem haldið er. Jafnframt varð Ólafur Björn klúbbmeistari Nesklúbbsins 2011 og á sæti í 4 manna úrvalsliði landsliðsþjálfarans, Team Iceland 2012.
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023